Þakklátur eigandi felldi tár af gleði
Óþekktur aðili kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ um helgina og skilaði inn veski sem hann fann á bensínstöð í umdæminu.
Í veskinu var talsvert magn af reiðufé ásamt skilríkjum eiganda. Haft var uppi á eiganda veskisins og kom hann og sótti veskið sitt. Eigandinn sem var erlendur ferðamaður og eldri kona felldi tár af gleði er hún sótti veskið sitt og vildi hún senda þessum óþekkta og strangheiðarlega vegfarenda "risa knús" fyrir skilvísina.