Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þakkir til fólks sem kom að slysi
Fimmtudagur 6. apríl 2006 kl. 15:27

Þakkir til fólks sem kom að slysi

Aðstandendur hjóna sem lentu í umferðarslysi á Reykjanesbraut á dögunum höfðu samband við Víkurféttir og vildu koma á framfæri þakklæti til fólks sem kom að slysinu. Maður og kona, sem bæði voru læknar, komu að slysinu og veittu fyrstu hjálp ásamt því að hafa samband við aðstandendur að beiðni hjónanna sem lentu í slysinu.

„Mig langar að koma á framfæri þakklæti til þeirra og einnig til sjúkraflutingamanna og allra sem lögðu okkur lið á slysstað. Þessu fólki vil ég fá að þakka fyrir frábæra aðstoð sem veitt var á slysstað“

Undir þetta ritar Hrönn Jóhannesdóttir, Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024