Þakkir frá Ármanni 100 ára
Ármann Guðjónsson frá Lyngholti, Brekkustíg 13, Sandgerðisbæ, fagnaði 100 ára afmæli þann 9. September sl. í samkomuhúsinu í Sandgerði. Ármann vill nú þakka öllum þeim sem komu og heilsuðu upp á hann í afmælinu og gerðu honum daginn svona gleðilegan og eftirminnilegan.
Þá vill Ármann færa bæði ættingjum og eins Sandgerðisbæ þakkir fyrir að halda honum afmælisveisluna.