Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þakkir á tímum vetrarveðurs og snjóalaga
Vetrarríki og ófærð í Sandgerði um jólin. Ljósmynd: Kristján Guðmundsson.
Fimmtudagur 12. janúar 2023 kl. 13:39

Þakkir á tímum vetrarveðurs og snjóalaga

Óvenju erfið skilyrði hafa verið að undanförnu vegna vetrarveðurs og mikilla snjóalaga í Suðurnesjabæ sem hefur valdið miklu álagi og vinnu hjá mörgum. Bæjarstjórn þakkar starfsmönnum Suðurnesjabæjar og verktökum fyrir vel unnin verk við snjómokstur og hreinsun gatna og svæða.

Jafnframt þakkar bæjarstjórn íbúum fyrir þolinmæði og gott samstarf við krefjandi aðstæður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta kemur fram í bókun sem lögð var fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar.