Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Þakka farsælt og árangursríkt starf að öryggis- og björgunarmálum
Mánudagur 27. september 2010 kl. 09:35

Þakka farsælt og árangursríkt starf að öryggis- og björgunarmálum

„Bæjarstjórn Garðs þakkar Björgunarsveitinni Ægi farsælt og árangursríkt starf að öryggis- og björgunarmálum í Garði og á Suðurnesjum í 75 ár. Helstu viðfangsefni sveitarinnar eru leit og björgun við strendur Íslands, leit og björgun á landi og þátttaka í skipulagi Almannavarna Ríkisins“. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs í tilefni af 75 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Ægis nú á dögunum..


Á þessum tímamótum gerði bæjarstjórn Garðs nýjan fjögurra ára samstarfssamning við björgunarsveitina. Samningurinn tekur á þátttöku sveitarinnar í björgunar- og almannavarnaverkefnum, framkvæmd áramótabrennu og tengdra verkefna, öryggisgæslu á Sólseturshátíð, framkvæmd unglingastarfs og almennan stuðning við rekstur sveitarinnar.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona


Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25