Þakjárn fauk af atvinnuhúsnæði í Keflavík
Lögregla og björgunarsveit standa vakt við mikið magn af þakjárni sem fauk af atvinnuhúsnæði á horni Víkurbrautar og Hrannargötu í Keflavík í veðurofasanum síðdegis.
Þakjárnið fauk um nokkuð stórt svæði við höfnina í Keflavík. Hluta af járninu hefur tekist að koma í skjól.
Nú er aftakaveður á Suðurnesjum og björgunarsveitir á svæðinu eru í fjölbreyttum verkefnum tengdu veðrinu.