Fimmtudagur 6. febrúar 2025 kl. 12:47
				  
				Þakjárn á flugi á Ásbrú - veðrið að ganga niður
				
				
				Óveðrið virðist gengið niður á Suðurnesjum. Þakjárn hélt áfram að fjúka á Ásbrú í morgun. Á tólfta tímanum var járn fjúkandi frá fjölbýlishúsi við Lindarbraut. Björgunarsveitarfólk náði að hemja plötuna áður en hún olli alvarlegu tjóni.