Mánudagur 11. nóvember 2013 kl. 09:27
				  
				Þakið að fjúka
				
				
				
	Á fimmta tímanum í nótt var Björgunarsveitin Suðurnes ræst út þegar þakið fór að fjúka af gömlu sundhöllinni í Keflavík. Annríki var hjá björgunarsveitinni í gær en þegar veðurhamurinn var sem mestur eftir hádegið í gær fékk sveitin um 30 útköll.