Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þak og sólhús í ferðahug
Björgunarsveitarfólk í útkalli um helgina. Myndin tekin í Reykjanesbæ á laugardagsmorgun. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 16. mars 2015 kl. 09:55

Þak og sólhús í ferðahug

Björgunarsveitirnar Þorbjörn í Grindavík og Suðurnes í Reykjanesbæ voru báðar kallaðar út í nótt og í morgun.

Í Grindavík var Þorbjörn kallaður út þar sem þak var að losna af húsi í bænum. Tryggðu björgunarsveitarmenn að ekki færi illa.

Í Reykjanesbæ sýndi sólhús á sér fararsnið og var björgunarsveitarfólk fengið til að tryggja að það fyki ekki út í veður og vind..

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa einnig verið í verkefnum víða um land í nótt og í morgun en nú gengur yfir fertugasta lægðin frá því 1. nóvember sem veldur stormi í einhverjum landshluta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024