Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þak fauk í heilu lagi í Grindavík
Föstudagur 13. febrúar 2009 kl. 14:32

Þak fauk í heilu lagi í Grindavík

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út um klukkan 9:30 í morgun þegar þak fauk af bílskúr við Þórkötlustaði í Grindavík. Þegar björgunarsveitin kom á staðinn hafði hálft þakið fokið af í einu lagi og brakið dreifst um nærliggjandi tún. Farið var í að festa það sem eftir var af þakinu til að fyrirbyggja frekara fok og tína saman brakið.
 
Veðrið var slæmt eða um 18 m/sek en ekki er vitað nákvæmlega hvenær þakið fauk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024