Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þak fauk af í heilu lagi af gamalli leigubílastöð
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 13. janúar 2021 kl. 15:41

Þak fauk af í heilu lagi af gamalli leigubílastöð

Þak fauk af í heilu lagi af eldra húsi á Ásbrú í morgun. Á tímum Varnarliðsins var Leigubílastöðin Ökuleiðir með aðstöðu í þessu húsi. Leigjendur þess sem eru með rekstur í því sögðust hafa fengið tilkynningu um að þakið væri að fjúka af húsinu. Þegar þau komu að stuttu síðar, um klukkan tíu, lá þakið í heilu lagi á stæðinu vestan við húsið, nokkrum tugum metrum frá.

Mildi þykir að engir voru á ferli þegar þetta gerðist. Leigjendur voru með húsgögn og eitthvað af tækjum inni í húsinu og voru að vinna í því að koma því út þegar Víkurfréttir hittu þá á staðnum. Ekki urðu skemmdir á því en í rigningunni lak inn í húsið í gegnum klæðninguna sem var undir þakjárninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þakið liggur á jörðinni nokkra tugi metra frá húsinu.

Þakið virðist hafa strokið staurinn sem er til hægri á myndinni en hann er boginn eftir höggið.