Fimmtudagur 23. september 1999 kl. 14:52
ÞAK Á FJÖLNOTAHÚSIÐ!
Fjölnota íþróttahúsið er að komast undir þak. Vel hefur gengið í þessari viku að koma klæðningu á stálgrindina sem heldur uppi þakinu. Húsinu verður að öllum líkindum lokað í kringum mánaðarmótin. Myndin var tekin í gærdag.