Thai Keflavík lokað
Veitingastaðnum Thai Keflavík var lokað 15. apríl síðastliðinn eftir sautján ár í rekstri. Til stendur að breyta húsinu í íbúðir.
Magnús Heimisson, eigandi staðarins, segir í færslu á Facebook þar sem hann þakkar viðskiptavinum og starfsfólki samfylgdina að það sé erfitt að loka þessum kafla í lífi sínu. „En nú er kominn tími á að róa á önnur mið,“ segir Magnús en Heimir Hávarðsson, faðir hans, stofnaði reksturinn fyrir rétt tæpum aldarfjórðungi og sonurinn kom inn í hann nokkrum árum síðar og tók hann svo yfir.