Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Thai Keflavík býður ókeypis kvöldverð í kvöld
Mánudagur 30. mars 2009 kl. 15:08

Thai Keflavík býður ókeypis kvöldverð í kvöld

Eigendur veitingastaðarins Thai Keflavík í Reykjanesbæ hafa ákveðið að bjóða upp ókeypis máltíð í dag milli kl. 17-19. Magnús Heimisson, einn eigenda staðarins, segir að þetta sé gert til að koma til móts við fólk í því efnahagsástandi sem nú ríkir, því í lok mánaðar sé örugglega farið að þrengja að hjá mörgum.

Veitingastaðurinn stóð fyrir samskonar uppákomu fyrir réttum mánuði síðan og þá komu 450 manns og sóttu sér matarbakka með djúpsteiktum fiski eða núðlum. Í boði er fiskur og núðlur og er einn bakki á mann.


Mynd: Magnús Heimisson á Thai Keflavík með djúpsteiktan fisk. Veitingastaðurinn ætlar að bjóða upp á ókeypis kvöldverð í kvöld milli kl. 17-19. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024