Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þæfingsfærð sagt stríð á hendur
Þriðjudagur 6. desember 2011 kl. 16:57

Þæfingsfærð sagt stríð á hendur

Það er vertíð hjá þeim sem vinna við snjómokstur. Í dag hefur verið þæfingsfærð og skafrenningur á vegum. Meðfylgjandi mynd var tekin á Garðveginum nú áðan en þar var leiðinlegt færi og því kærkomið þegar snjóruðningsbíllinn kom og hreinsaði veginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Talsverður snjór er á Suðurnesjum og þá hefur blásið talsvert í dag og hreyfing komist á mjöllina. Hverrgi er ófært en víða eru komnir ruðningar á bílastæði.

VF-mynd: Hilmar Bragi