Það gerir VÍST logn á Suðurnesjum!
Hún er gömul og lífsseig mýtan um eilíft rok á Suðurnesjum. Það sannaðist um helgina að þetta er rangt. Svo sannarlega gerir logn á Suðurnesjum eins og sást á sunnudaginn þegar lognið var algjört og vötnin á Reykjanesskaga urðu svo spegilslétt að varla bærðist gára.
Meðfylgjandi myndir Ellerts Grétarssonar sýna þetta vel. Þær eru teknar við Kleifarvatn og Grænavatn í Krýsuvík þar sem margir nutu útivistar í blíðviðrinu og lognstillunni á sunnudaginn.