Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 12. janúar 2001 kl. 21:59

Það er mál að linni!

Steinþór Jónsson, opnaði fundinn og flutti stutt ávarp. Hann sagði meðal annars: „Okkur öllum er saga og fortíð brautarinnar ljós. Slysatíðni er há og að baki þeim býr mikil sorg og sársauki þeirra sem hafa þurft að horfa á eftir foreldrum, börnum, systkinum og öðrum ástvinum. Það er minning þeirra og kraftur sem í dag drífur okkur áfram. Það er mál að linni…“
Steinþór talaði einnig um að samstaða hins almenna borgara kæmi honum hreint ekki á óvart. „Þessi samstaða hlýtur að hjálpa þingmönnum okkar og ráðamönnum til að fylgja málinu eftir og klára það með sóma.“
Þess má geta að áhugahópur um tvöföldun Reykjanesbrautar á fund með samgönguráðherra 22. janúar nk. og mun við það tækifæri afhenta honum undirskrifalista með nöfnum 9000 einstaklinga sem hafa skráð sig á heimasíðu Víkufrétta, www.vf.is síðastliðna viku.Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, þingmenn og aðrir góðir gestir.

Fyrir hönd áhugamanna um tvöföldun Reykjanesbrautar og bætta umferðamenningu býð ég ykkur velkomin á þennan borgarafund í Reykjanesbæ.

Í dag eru við hér saman komin til að skoða möguleika á flýtingu við tvöföldun Reykjanesbrautar og um leið skora á stjórnvöld að taka tvöföldun Reykjanesbrautar fyrir við endurskoðun vegaáætlunar. Ég vil ítreka hér strax í upphafi að í dag erum við að tala um vegakaflann frá Reykjanesbæ að sunnan, til Hafnarfjarðar, en einmitt á þeim kafla mun umhverfismati ljúka á næstu mánuðum.

Við viljum flýta framkvæmdum miðað við núgildandi vegaáætlun og ljúka verkinu á 4 árum. Og eftir viðræður við ráðherra, þingmenn, verktaka og fleirri fullyrði ég hér í upphafi;
ÞAÐ ER HÆGT!! ÞAÐ ER RAUNHÆFT!! OG ÞAÐ ER SKYNSAMLEGT!!
Enn verður það gert? Það er spurning sem þetta heiðursfólk hér á palli mun reyna að svara hér í kvöld. Þetta eru jú þeir einstaklingar sem um málið vita og hafa framkvæmdarvaldið. Við viljum hér í kvöld finna samstöðu þingmanna okkar og ráðherra í þessu máli.

Okkur öllum er saga og fortíð brautarinnar ljós. Slysatíðni er há og að baki þeim býr mikil sorg og sársauki þeirra sem hafa þurft að horfa á eftir foreldrum, börnum, systkinum og öðrum ástvinum. Það er minning þeirra og kraftur sem í dag drífur okkur áfram. Það er mál að linni…

Enn öll berum við jafna ábyrgð á því að koma í veg fyrir slys. Með því að draga úr ökuhraða og sýna ýtrustu gætni getum við dregið verulega úr slysatíðinni. Að sama skapi geta stjórnvöld lagt stóran skerf af mörkum með aukinni löggæslu bættum vegum og öðrum umbótum – og það er okkar allra að fylgja því máli eftir.

Þann 3. janúar sl. settum við sem stöndum fyrir þessum borgarafundi í gang undirskriftalista og í kvöld höfðu um 9000 þúsund manns skrifað nafn sitt á listann.
Þann 22. janúar næstkomandi munum við í undirbúningsnefnd þessa fundar formlega afhenda samgönguráðherra þessar undirskriftir og eiga þá einnig vinnufund með ráðherra og yfirfara niðurstöður borgarafundarins. Þeir sem enn hafa ekki sett nafnið sitt á listann geta gert það enn um sinn og sameinast um leið þessum stóra hópi.

Samstaða hins almenna borgara á netinu og hér á fundinum í dag kemur mér hreint ekki á óvart. Við erum að tala um mál málanna. - En þessi samstaða hlýtur að hjálpa þingmönnum okkar og ráðamönnum til að fylgja málinu eftir og klára það með sóma.

Einn af þingmönnunum spurði mig á fyrri stigum: „Hver er þessi hópur sem kallar sig áhugmenn um örugga Reykjanesbraut?” -„Ég svaraði engu þá en finnst við hæfi að svara í dag. En áður en ég svara vil ég spyrja ykkur í salinum. Ertu þú áhugamaður um örugga Reykjanesbraut sem styður væntingar okkar um að ljúka framkvæmdum á árinu 2004? - og ef svo er þá bið ég þig að rétta upp hönd.“
Þegar Steinþór hafði beint þessari spurningu til fundargesta réttu allir í salnum upp hönd.
-„Kæru ráðherrar og þingmenn – hér hafið þig hópinn sem kallar sig áhugamenn um örugga Reykjanesbraut“, sagði Steinþór og benti leit yfir salinn. „Hér er fólkið sem vil vinna með ykkur að þessu brýna verkefni.“ Að þessum orðum sögðum kvað við mikið lófaklapp.

Ég vil nota tækifærið og þakka sérstaklega Körfuknattleikssambandi Íslands, og forráðamönnum Keflavíkur og KR fyrir þann einstaka skilning og samstöðu sem þeir sýndu með því að fresta stórleik kvöldsins sem mun í staðinn fara fram annað kvöld klukkan 20,00. Þar skulum við sýna þakklæti okkar og fjölmenna. Þá færði Rótarý klúbbur Keflavíkur fund sinn og svo er að segja um marga aðra hópa.

Það er mér persónulega mikil heiður að hafa fengið að vinna með þeim kraftmikla hóp sem með ómældri vinnu síðustu vikur hefur sýnt stuðning sinn við tvöföldun Reykjanesbrautar í verki. Það er ekki nóg að styðja málefnin, það þarf að VINNA og FRAMKVÆMA. Og við - þessi hópur munum vinna áfram og fylgja málinu til enda. Því get ég lofað ykkur.

Þessi borgarafundur er vissulega ekki fyrsta skrefið í átt að tvöfaldri Reykjanesbraut, og vissulega ekki það síðasta. En ég trúi því og veit að þessi fundur er og verður eitt af stóru skrefunum þegar upp er staðið.

Það er ánægjulegt hvað ráðherra, þingmenn og aðrir góðir menn tóku vel í að taka þátt í þessum borgarafundi og eiga þau öll fyrir það bestu þakkir. Skemmtileg voru viðbrögð vinar míns og fyrsta þingmanns kjördæmisins, Árna M. Matthíesen sem tók vel í að tala síðastur svona til að tryggja veru hans allan fundinn.

Ég vil að lokum nota tækifærið að þakka öllum sem eru hér í dag. Öllum sem styðja aðgerðir okkar og framtíðarsýn með samstöðu sinni.

Kæru gestir ég vona að þessi borgarfundur megi skila því sem til er af honum ætlast, þannig að við getum að fundi loknum farið heim upplýstari og bjartsýnni en við komum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024