Það er leikur að læra á tölvur!
Stundum er það svo að fólk veigrar sér við að sækja tölvunámskeið af því það heldur að það geti ekkert lært. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum skipulagði tölvunámskeið fyrir kvennkynsbyrjendur á öllum aldri í samvinnu við IGS og VSFK fyrir konur sem starfa hjá IGS. Tölvuskóli Suðurnesja annaðist kennsluna fyrir fyrstu tvo hópana alls 28 konur.Ekki var annað séð en fyrri hópurinn hafi skemmt sér konunglega við leikinn að læra á tölvur og ætla allar að halda áfram að læra meira í haust. Námskeiðið var styrkt af Starfsafli, starfsmenntasjóði Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins. Meðfylgjandi myndir voru teknar við útskriftina á föstudag.