Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Það asnalegasta sem ég hef gert um ævina
Fimmtudagur 19. febrúar 2009 kl. 09:26

Það asnalegasta sem ég hef gert um ævina



„Þetta er eiginlega það asnalegasta sem ég hef gert um ævina. Eftir á að hyggja hefði ég viljað sleppa þessu og í raun var þessi lífsreynsla niðurlægjandi.“
Þannig lýsir Karen Lind Tómasdóttir reynslu sinni af þátttöku í fegurðarsamkeppnunum Ungfrú Suðurnes og Ungfrú Ísland árið 2007 í viðtali sem birt er í Víkurfréttum í dag.

Karen lýsir því hvernig hún var rifin niður vegna útlits síns í undirbúningi keppninnar Ungfrú Ísland, útliti sem féll ekki að staðlaðri ímynd fegurðardrottningar.
„ Ég var heima í þrjá daga eftir þetta niðurrif og lagðist undir sæng. Þessa daga borðaði ég með svo miklu samviskubiti að ég kastaði nokkrum sinnum upp því sem ég lét ofan í mig og hafði hreinlega viðbjóð á sjálfri mér, eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður,“ segir Karen meðal annars.

Karen segist vel skilja að stúlkur á aldrinum 17 til 19 ára sjái svona keppnir í einhvers konar glansmynd þar sem allir fá viðurkenningu og athygli. Sú sé hins vegar ekki raunin og hún geti reynslu sinnar vegna ekki mælt með þátttöku í fegurðarsamkeppnum.
„Ef ég væri móðir vildi ég ekki sjá dóttur mína í þessari keppni,“ segir Karen Lind Tómasdóttir.

Sjá nánar í Víkurfréttum í dag

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024