Teygði sig í vatnsflösku og olli árekstri
Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Bifreið ökumanns, sem ók inn á rangan vegarhelming á Reykjanesbraut þegar hann var að teygja sig eftir vatnsflösku og leit þá af veginum, hafnaði á bifreið sem kom á móti. Ekki urðu slys á fólki en bifreiðirnar voru fluttar af vettvangi með dráttarbifreið.
Þá ók annar ökumaður aftan á bifreið sem var kyrrstæð á gatnamótum. Ökumaðurinn sem ekið var aftan á kenndi eymsla eftir áreksturinn.