Tengivagn fauk við Njarðvíkurhöfn
Tengivagn fauk til við Njarðvíkurhöfn í gærkvöldi í hvassviðrinu sem gekk yfir suðvestanvert landið. Vagninn olli ekki tjóni en hann fauk af stað á svellbunka sem hann var á og stöðvaðist á götunni. Í Grindavík var björgunarsveitin kölluð til aðstoðar að bjarga fé úr fjárhúsi þar sem þak þess var að gefa sig.
Í gær urðu þrjú umferðaróhöpp á Suðurnesjum og var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti við aksturinn og einn ökumaður var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot.
Í gær urðu þrjú umferðaróhöpp á Suðurnesjum og var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti við aksturinn og einn ökumaður var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot.