Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tengingu lokað til reynslu
Laugardagur 23. október 2021 kl. 07:38

Tengingu lokað til reynslu

Íbúar við Melteig í Reykjanesbæ lögðu fram erindi 26. ágúst 2021 um breytt fyrirkomulag umferðar um Melteig vegna öryggis vegfarenda og íbúa, eins og greint hefur verið frá hér í Víkurfréttum. Erindinu var frestað og starfsfólki umhverfissviðs Reykjanesbæjar falið að kanna tillögur að lausn. 

Óskað var umsagna lögreglu sem mælir með lokunum sambærilegum við tillögu íbúa. Lagt er til að boganum sé lokað við Aðalgötu og tengingu Kirkjuteigs og Melteigs verði lokað. Erindi samþykkt til reynslu til eins árs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024