Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Telur minni líkur en meiri á því að gos hefjist á þessum stað
Ljósmynd: Ellert Grétarsson
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 4. mars 2021 kl. 15:53

Telur minni líkur en meiri á því að gos hefjist á þessum stað

Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur og sérfræðingur um eldgos á Reykjanesskaga, telur í samtali við RÚV afar ólíklegt að eldgos sé hefjast í Fagradalskerfinu. Hann segir þó að ekki hægt að útiloka slíkt þar sem lítið sem ekkert sé vitað um aðdraganda slíks goss.

Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari og höfundur bókarinnar Reykjanesskagi – náttúra og undur, hefur um árabil kynnt sér jarðfræði Reykjanesskagans og hann tekur undir þetta með Sigmundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Sigmundur Einarsson er líklega sá jarðfræðingur sem þekkir jarðfræði Reykjanesskagans manna best enda hefur hann stundað þar rannsóknir í áratugi. Hann telur minni líkur en meiri á því að gos hefjist á þessum stað og færir nokkuð góð rök fyrir því. Þótt ekki hafi gosið á þessum slóðum í árþúsundir er samt ekki hægt að útiloka neitt, náttúran hefur jú sína dynti og þrátt fyrir allt er þetta eldvirkt svæði eins og við erum rækilega minnt á þessa dagana með tilheyrandi hristingi. Þess má geta í því samhengi að þar til gosið hófst í Heimaey 1973 voru einungis þær eldstöðvar taldar virkar sem gosið höfði eftir landnám enda hafði Helgafell í Heimaey ekki gosið í fimm þúsund ár. Eftir Eyjagosið var ljóst að breyta þurfti þessum skilgreiningum og telja þær eldstöðvar virkar sem gosið höfðu síðustu tíu þúsund árin. Það gæti t.d. átt við Þráinsskjöld, sem hugsanlega hefur verið virkur síðast fyrir um 9 þúsund árum eða svo. Við verðum að vera við öllu búin,“ segir Ellert Grétarsson.