Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Telma Dögg nýr útibússtjóri Securitas á Reykjanesi
Telma Dögg Guðlaugsdóttir. VF-mynd: Sólborg
Miðvikudagur 8. nóvember 2017 kl. 15:14

Telma Dögg nýr útibússtjóri Securitas á Reykjanesi

Telma Dögg Guðlaugsdóttir hefur verið ráðin sem nýr útibússtjóri Securitas á Reykjanesi. Telma er viðskiptafræðingur að mennt og lauk MBA prófi frá Auburn University Montgomery árið 2007. Telma hefur sl. átta ár starfað hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli sem mannauðsstjóri.

Starfsemi Securitas á Reykjanesi hefur vaxið hratt frá opnun útibúsins árið 2009, en útibúið flutti nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Iðavöllum 13 í Reykjanesbæ. Securitas Reykjanesi hefur vaxið hratt frá opnun útibúsins og starfa þar nú um 70 starfsmenn sem fer hratt fjölgandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég er ákaflega spennt fyrir þessu nýja verkefni, fyrirtækið býður upp á fjölbreytta þjónustu á Reykjanesi og mörg tækifæri framundan á svæðinu til að mynda í tengslum við flugvöllinn, Ásbrú og Helguvík.“