Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Telja úrskurð ráðherra ekki standast lög
Miðvikudagur 30. september 2009 kl. 14:11

Telja úrskurð ráðherra ekki standast lög


Samtök atvinnulífsins telja ákvörðun umhverfisráðherra um að ógilda úrskurð Skipulagsstofnunar um Suðvesturlínur fjarri því að vera góða stjórnsýslu.  Né heldur standist hún lög. Þetta kemur fram á heimasíðu SA þar sem úrskurður ráðherra er harðlegur gagnrýndur.

SA vísar til laga um mat á umhverfisáhrifum. Í ákvæði um kærufrest sé kveðið á um einn mánuð. Úrskurður Skipulagsstofnunar hafi gengið 25. mars og kærufrestur því til 25. apríl. Samkvæmt lögunum hafi umhverfisráðherra haft tvo mánuði til að kveða upp úr um gildi kærunnar. Þannig hafi úrskurður ráðuneytisins lögum samkvæmt átt að liggja fyrir í lok júní. Þrír mánuðir hafi verið liðnir umfram þann tíma sem áskilinn sé í lögum þegar umhverfisráðherra kvað upp úrskurð sinn.

Sjá heimasíðu SA hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024