Telja rétt að skoða möguleika á samstarfi
Stjórn Reykjaneshafnar telur rétt að skoða þá möguleika sem falist geta í samstarfi hafna á Suðurnesjum með hagræðingu að leiðarljósi. Samþykkt var samhljóða að fulltrúum úr stjórn og hafnarstjóra væri falið að taka þátt í þeim viðræðum fyrir hönd Reykjaneshafnar, segir í afgreiðslu stjórnar Reykjaneshafnar á erindi Suðurnesjabæjar.
Í bréfi Suðurnesjabæjar, dagsettu 28. ágúst, er óskað eftir því að fulltrúar Sandgerðishafnar, Reykjaneshafnar og Grindavíkurhafnar taki upp viðræður um hugsanlega möguleika og tækifæri til framtíðar í samstarfi þessara hafna með það markmið að styrkja rekstur þeirra.