Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Telja mistök hafa orðið við mælingar á mengun
Mælistöð Orkurannsókna í Helguvík. VF-mynd/hilmarbragi
Fimmtudagur 30. mars 2017 kl. 10:07

Telja mistök hafa orðið við mælingar á mengun

- Orkurannsóknir endurskoða mælingar á mengun frá United Silicon

Sérfræðingar Orkurannsókna telja að gerð hafi verið mistök við mælingar á mengun frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þetta kemur fram í bréfi sem Orkurannsóknir sendu til Umhverfisstofnunar í dag. Í bréfinu er fullyrt að þær háu tölur sem mældar hafi verið séu úr öllu samhengi við raunverulega losun frá United Silicon. Orkurannsóknir hafa annast umhverfismælingar í nágrenni Helguvíkur undanfarið ár. Nú er verið að rýna í mælingarferlið í samráði við rannsóknarstofu ALS í Svíþjóð sem annast efnagreiningar. Þá eru Orkurannsóknir að fara yfir eigin verkferla.

Í bréfinu segir að niðurstöður greininga á þungmálmum sýni að magn þeirra hafi aukist verulega frá greiningum á sýnum frá tímabilinu mars til september 2016 og til tímabilsins október til desember 2016. Verksmiðja United Silicon hafi hafið starfsemi um miðjan nóvember svo að aukningu í október sé ekki hægt að tengja við starfsemi hennar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á tímabilinu mars til september mælidist styrkur arsens í andrúmslofti 1,1 til 1,3 ng/m3 og á tímabilinu október til desember 5,9 til 6,9 ng/m3. Umhverfismörk yfir heilt ár eru 6 ng/m3. Í bréfi Orkurannsókna segir að því hafi þótt ástæða til að rýna í niðurstöður úr þessum mælingum vegna hækkunar sem varð á síðara tímabilinu. Í október hafi nánast engin starfsemi verið í verksmiðjunni og séu vindrósir skoðaðar frá þeim tíma séu nánast ríkjandi sunnanáttir.