Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 23. desember 2003 kl. 10:09

Telja Ísland óplægðan akur

„Allt sem heitir banka- og kreditkortasvindl er mjög algengt erlendis,“ segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, í Fréttablaðinu í dag um aukna ásókn hugsanlegra fjársvikamanna hingað til lands síðustu vikur.
Hann segir meinta glæpamenn hugsanlega sækja til Íslands því akurinn sé óplægður hér. „Þeir eru einfaldlega að kanna hvort við séum varnarlaus gagnvart svona glæpum.“ Segir Jóhann ekkert nýtt að slíkar tilraunir séu gerðar. Hann segir mann hafa verið tekinn á leið úr landi, fyrir einu til tveimur árum, með fjölda kreditkorta, skartgripi og peninga. Sá hafi fengið nokkuð þungan dóm, samt hafi hann ekki opnað bankareikning eins og fjórir menn sem nú sitja í gæsluvarðhaldi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024