Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Telja innanlandsflug frá alþjóðaflugvelli mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna
Föstudagur 9. september 2016 kl. 11:17

Telja innanlandsflug frá alþjóðaflugvelli mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna

Það skiptir miklu ef ferðamenn geta flogið beint út á land frá millilandaflugvöllum, að mati for­svars­manna ferðamála í Finn­landi, Nor­egi og Dan­mörku. Frá þessu er greint á ferðavefnum Turisti.is. Sá kostur er ekki í boði fyrir fólk á leið til og frá Íslandi þar sem innanlandsflugið er á Reykjavíkurflugvelli.

Farþegar sem lenda á Óslóarflugvelli geta flogið þaðan beint til fjölda áfangastaða innanlands í Noregi. Á Turisti.is er haft eftir Stein Ove Rolland, talsmanni ferðamálaráðs Noregs að samgöngur frá flugvöllum séu afgerandi fyrir íbúa og aðkomufólk í landshlutum þar. Hann segir Óslóarflugvöll klárlega mikilvægustu gáttina fyrir ferðamenn inn í Noreg og að ferðamálayfirvöld vilji að þeir upplifi meira en bara höfuðborgina. „Þeir eiga líka að sjá Bergen og firðina, fara til Stavanger, Þrándheims eða Bodö, Tromsö, Lófóten og svo framvegis. Flugsamgöngurnar á milli Óslóar og þessara staða eru því þýðingarmiklar. Þær binda Noreg og útlandið saman," segir Stein Ove í viðtali við Túrista.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í sama streng tekur Paavo Virkkunen, framkvæmdastjóri ferðamálaráðs Finnlands í viðtali við Túrista. Fjarlægðir í Finnlandi geta verið miklar og frá stærsta flugvellinum í Helsinki er boðið upp á flug innanlands og utan og segir Paavo það mjög þýðingarmikið fyrir ferðaþjónustuna.

Daglega lenda á milli 2.500 og 8.000 erlendir ferðamenn á Keflavíkurvelli og á milli eitt og tvö þúsund Íslendingar. Á Túrista kemur fram að ef skiptiflug frá Keflavíkurflugvelli út á land yrði álíka vinsælt og það er á Óslóarflugvelli myndu á milli 500 til 1.500 farþegar kjósa að fljúga þaðan dag hvern og út á land.