Telja Grindavíkurbæ bera ábyrgð
Foreldrar lítillar stúlku sem drukknaði í Sundlaug Grindarvíkur fyrir tveimur árum fara fram á rúmlega þriggja milljóna króna bætur frá bæjaryfirvöldum. Lögmaður bæjarfélagsins segir að unnið sé að samkomulagi í málinu. Stúlkan sem var sex ára gömul drukknaði í Sundlaug Grindavíkur í mars fyrir tveimur árum þegar hún var í skólasundi. Fjölskyldan er frá Nepal og hafði flutt hingað til lands ári áður. Stöð 2 greindi frá í kvöld.Í stefnunni kemur fram að í Nepal séu fáar sundlaugar og engin skyldugur til að læra sund og telpan aldrei komið í sundlaug áður. Foreldrar hennar og telpan sjálf höfðu reynt að fá undanþágu frá skólasundi en segja skólayfirvöld hafa krafist þess að stelpan sækti skólasund.
Faðirinn fylgdi dóttur sinni í sund umræddan dag og fylgdist með upphafi kennslunnar. Hann fór síðan heim. Þegar hann kom að sækja dóttur sína rúmlega klukkustund síðar var honum tilkynnt andlát hennar.
Foreldrarnir telja að slysið megi rekja til stórfellds gáleysis sundkennara og annarra starfsmanna við sundlaugina og telja Grindavíkurbæ því bera ábyrgð. Þau krefjast rúmlega þriggja milljóna króna í miskabætur.
Til stóð að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Því var hins vegar frestað um tvær vikur og segir Jóhannes K. Sveinsson, lögmaður Grindarvíkurbæjar, að unnið sé að samkomulagi við foreldra telpunnar svo ekki þurfi að leysa það innan veggja dómstólanna.
Faðirinn fylgdi dóttur sinni í sund umræddan dag og fylgdist með upphafi kennslunnar. Hann fór síðan heim. Þegar hann kom að sækja dóttur sína rúmlega klukkustund síðar var honum tilkynnt andlát hennar.
Foreldrarnir telja að slysið megi rekja til stórfellds gáleysis sundkennara og annarra starfsmanna við sundlaugina og telja Grindavíkurbæ því bera ábyrgð. Þau krefjast rúmlega þriggja milljóna króna í miskabætur.
Til stóð að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Því var hins vegar frestað um tvær vikur og segir Jóhannes K. Sveinsson, lögmaður Grindarvíkurbæjar, að unnið sé að samkomulagi við foreldra telpunnar svo ekki þurfi að leysa það innan veggja dómstólanna.