Telja aftur í Suðurkjördæmi í kvöld
Öll atkvæði í Suðurkjördæmi verða talin aftur klukkan 19 í dag. Þetta er niðurstaða fundar yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis. Fjórir stjórnmálaflokkar höfðu óskað eftir endurtalningu.
Umboðsmenn stjórnmálaflokkana verða boðaðir á talningarstað, Fjölbrautaskólann á Suðurlandi, klukkan 18:30 og fer talningin fram fyrir opnum tjöldum í samræmi við lög.
Endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi varð til þess að jöfnunarþingsæti breyttust. Hólmfríður Árnadóttir minnsti þannig þingsæti sitt í Suðurkjördæmi og í stað hennar fékk Guðbrandur Einarsson þingsætið. Breytingar urðu einnig á jöfnungarþingsætum í öðrum kjördæmum.