Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Telja aftur í Suðurkjördæmi í kvöld
Mánudagur 27. september 2021 kl. 14:41

Telja aftur í Suðurkjördæmi í kvöld

Öll at­kvæði í Suður­kjör­dæmi verða tal­in aft­ur klukk­an 19 í dag. Þetta er niðurstaða fund­ar yfir­kjör­stjórn­ar Suðurkjördæmis. Fjór­ir stjórn­mála­flokk­ar höfðu óskað eft­ir end­urtaln­ingu.

Umboðsmenn stjórn­mála­flokk­ana verða boðaðir á taln­ing­arstað, Fjöl­brauta­skól­ann á Suður­landi, klukk­an 18:30 og fer taln­ing­in fram fyr­ir opn­um tjöld­um í sam­ræmi við lög.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi varð til þess að jöfnunarþingsæti breyttust. Hólmfríður Árnadóttir minnsti þannig þingsæti sitt í Suðurkjördæmi og í stað hennar fékk Guðbrandur Einarsson þingsætið. Breytingar urðu einnig á jöfnungarþingsætum í öðrum kjördæmum.