Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Telja ábendingar ráðuneytis réttmætar og biðja hlutaðeigandi afsökunar
Þriðjudagur 31. maí 2011 kl. 10:22

Telja ábendingar ráðuneytis réttmætar og biðja hlutaðeigandi afsökunar

Varðandi frétt sem birtist á vef Víkurfrétta 30. maí sl. varðandi ráðningu verkefnastjóra hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum vill stjórn Sambandsins koma eftirfarandi á framfæri.


Úrskurðir innanríkisráðuneytisins vegna ráðningar verkefnastjóra voru teknir fyrir á fundi stjórnar sem haldinn var fimmtudaginn 14. apríl. Eftirfarandi var fært til bókar;

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Þann 31. mars 2011 voru kveðnir upp tveir úrskurðir í innanríkisráðuneytinu varðandi ákvörðun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að ráðning SSS í stöðu verkefnastjóra er tekin var þann 9. ágúst 2010 væri ólögmæt. Stjórn SSS er tók við í september mánuði 2010 harmar mjög að þessi staða hafi komið upp. Stjórnin telur ábendingar ráðuneytisins réttmætar og mun SSS hafa þær í huga þegar kemur að ráðningum starfsfólks í framtíðinni og eru hlutaðeigandi aðilar beðnir afsökunar“.


F.h. stjórnar SSS

Gunnar Þórarinsson

Formaður stjórnar SSS