Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekur við lyklavöldum í Garði í dag
Magnús Stefánsson tekur við lyklavöldum í Garði í hádeginu.
Mánudagur 16. júlí 2012 kl. 10:29

Tekur við lyklavöldum í Garði í dag

Magnús Stefánsson, nýráðinn bæjarstjóri í Garði, mun taka við lyklavöldum á bæjarskrifstofunni í Garði í hádeginu. Magnús var fyrir helgi ráðinn í starf bæjarstjóra til tveggja ára úr hópi 30 umsækjenda.

Magnús Stefánsson er 52 ára gamall, fæddur og uppalinn í Ólafsvík.  Kona hans er Sigrún Drífa Óttarsdóttir frá Ólafsvík.  Börn þeirra eru Guðrún, háskólanemi í Danmörku og Guðmundur framhaldsskólanemi. Foreldrar hans eru Stefán Jóhann Sigurðsson svæðisstjóri og Guðrún Alexandersdóttir skrifstofumaður.

Magnús lauk námi í Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1980,  rekstrarfræði við Háskólann á Bifröst árið 1990 og MBA námi frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 2009.

Magnús var m.a. bæjarritari í Ólafsvík og sveitarstjóri í Grundarfirði áður en hann tók sæti á Alþingi árið 1995, var félagsmálaráðherra 2006-2007 og lét af þingmennsku vorið 2009.  Magnús var framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi 1999-2001.   Síðustu þrjú ár hefur Magnús unnið að ýmsum ráðgjafar- og rekstrarverkefnum og unnið sem sérfræðingur hjá Rannís í nýsköpunarmálum, unnið að framleiðslu fiskeldisfóðurs og bio disel framleiðslu. Einnig hefur hann unnið að lækningatengdri ferðaþjónustu Nordic Health Pro ehf.
Frá árinu 2010 hefur Magnús setið í fjölmörgum nefndum sem þingmaður m.a. í samgöngunefnd, landbúnaðarnefnd, félagsmálanefnd, utanríkisnefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd, umhverfisnefnd, fjárlaganefnd og einnig sem formaður fjárlaganefndar, kjörbréfanefnd, efnahags- og skattanefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.

Á alþjóðavettvangi hefur Magnús starfað m.a. í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1995-1999, Íslandsdeild ÖSE-þingsins 2001-2003 sem formaður, Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um Norðurskautsmál 2002-2006, Íslandsdeild NATO-þingsins 2003-2006 og 2007-2009.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024