Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Teknir með mikið magn lyfja
Fimmtudagur 27. ágúst 2020 kl. 09:51

Teknir með mikið magn lyfja

- Kona staðin var að landabruggun

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo karlmenn sl. föstudag eftir að tollgæslan hafði fundið umtalsvert magn af lyfjum í fórum þeirra. Mennirnir voru að koma frá Alicante. Annar þeirra hafði sett aðskotahlut upp á gegnumlýsingarvél í tollsal þegar farangur hans var gegnumlýstur. Aðspurður sagði hann tollvörðum að um væri að ræða oxycontin – töflur. Auk þess var hann með um 300 töflur af mismunandi gerðum , til dæmis róandi lyf og flogaveikilyf, í fórum sínum. Hinn maðurinn var með nær 300 töflur, þar á meðal verkjalyf. Lögregla haldlagði lyfin.

Þá hefur lögregla haldlagt nokkuð af fíkniefnum þar sem komu við sögu fjórir einstaklingar í jafnmörgum málum. Þar var um að ræða kannabisefni og meint amfetamín.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Enn fremur voru höfð afskipti af konu sem staðin var að landabruggun. Hún var með þrjár tunnur af landa svo og bruggtæki á heimili sínu. Skýrsla var tekin af henni og vökvinn og tækin voru haldlögð.