Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 11. mars 2004 kl. 11:22

Teknir með hass á Hringbrautinni

Í gærkvöldi stöðvuðu lögreglumenn í eftirliti  bifreið með tveimur mönnum í á Hringbraut í Keflavík vegna gruns um fíkniefnamisferli. Voru báðir mennirnir handteknir en á öðrum þeirra fundust þrír innpakkaðir molar af meintu hassi, um 3 grömm. Báðir mennirnir voru færðir á lögreglustöð ásamt bifreið þeirra. Þeim var sleppt að lokinni fyrirtöku og telst málið upplýst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024