Teknir með dóp
Nokkuð magn af meintum fíkniefnum fannst í bíl sem lögregla stöðvaði í Reykjanesbæ skömmu eftir miðnætti. Lögreglumenn af Keflavíkurflugvelli stöðvuðu bílinn vegna gruns um að eitthvað misjafnt ætti sér þar stað hjá tveimur mönnum sem voru í bílnum. Eftir að kollegar þeirra frá embættinu í Keflavík komu á staðinn fundust í bílnum 10 stk E-pillur, 2 grömm amfetamín, 1 gramm af hassi og 43 töflur af oxycontin sem er sterkt verkjalyf. Eftir yfirheyrslur voru mennirnir frjálsir ferða sinna.
VF-mynd úr safni-Tengist málinu ekki
VF-mynd úr safni-Tengist málinu ekki