Teknir með 19 grömm af grasi
Á þriðjudagskvöld voru höfð afskipti af þremur mönnum í Keflavík, tveimur 17 ára og einum 20 ára, vegna gruns um neyslu og vörslu fíkniefna. Við leit fannst á einum þeirra um 19 grömm af meintu marijhuana. Mennirnir voru yfirheyrðir og farið var í húsleit heim til þeirra þar sem fundust áhöld til fíkniefnaneyslu. Mennirnir voru síðan látnir lausir.