Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Teknir í þriggja tíma yfirheyrslu og fengu ekki að fara til Ísraels
Sunnudagur 13. júní 2004 kl. 13:16

Teknir í þriggja tíma yfirheyrslu og fengu ekki að fara til Ísraels

Haraldi Haraldssyni leiðbeinanda hjá Björgunarsveitinni Suðurnes og félaga hans Birni Jóhanni Gunnarssyni var ekki hleypt inn í flugvél El-Al flugfélagsins sem er í eigu Ísraelskra stjórnvalda á föstudag. Þeir voru á leið til Palestínu þar sem þeir hugðust starfa við sjúkraflutninga á vegum Rauða hálfmánans, en Haraldur og Björn Jóhann voru á vegum félagsins Ísland Palestína.
Haraldur segir að ástæða þess að þeir fengu ekki að fara um borð í flugvélina sé ekki alveg ljós. „Við vorum teknir í þriggja klukkustunda yfirheyrslu og yfir okkur sátu þungvopnaðir menn. Þetta var ákveðin lífsreynsla,“ sagði Haraldur í samtali við Víkurfréttir en þeir félagar bíða nú á Standstead flugvelli í London eftir flugi til Íslands.
Aðspurður sagðist Haraldur ekki vita hvort þeir reyni aftur að komast til Palestínu. „Ég býst samt við því. Þetta tók allt saman skjótan enda og við erum ekki sáttir við það.“

Myndin: Haraldi Haraldssyni og Birni Jóhanni Gunnarssyni var ekki hleypt um borð í flugvél ísraelska flugfélagsins El-al á Standstead flugvelli í London. Þeir voru á leiðinni til Palestínu þar sem þeir hugðust starfa sem sjúkraflutningamenn á vegum Rauða hálfmánans.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024