Teknir fyrir hraðakstur
Lögreglan á Suðurnesjum hefur undanfarið tekið þó nokkra ökumenn vegna hraðaksturs en með hækkandi sól virðast margir freistast til að stíga fastar á bensíngjöfina. Tveir voru teknir í gækvöld á Reykjanesbrautinni á 134 og 136 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.
Tveir voru kærður á laugardagskvöldið. Annar var á 136 km/klst á Reykjanesbrautinni og hinn á 116 km/klst á Garðveginum. Þá er skemmst að minnast þess að á föstudaginn var einn tekinn á 177 km/klst á Reykjanesbrautinni.