Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 28. september 2000 kl. 10:01

Teknar með falsaða pappíra

Tvær konur frá Litháen voru handteknar í vikunni með falsaða pappíra, þegar þær hugðust hefja störf hjá fyrirtæki í Sandgerði. Konurnar keyptu tilskild leyfi í heimalandi sínu, þ.e. dvalar- og atvinnuleyfi og ráðningasamninga, sem reyndust vera falsaðir. Þær töldu pappírana vera í góðu lagi og sneru sér beint til fyrirtækis í Sandgerði til að byrja að vinna en þar kannaðist enginn við að þær ættu að hefja þar störf. Að sögn rannsóknarlögreglunnar í Keflavík bendir allt til þess að saga kvennanna sé sönn en þær voru sendar heim til sín snemma á miðvikudagsmorgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024