Tékkneskur ráðherra í Saltfisksetrinu
Góður gestur leit við í Saltfisksetrinu í Grindavík á dögunum. Þar var um að ræða Innanríkisráðherra Tékklands, Postra Nezki, sem var staddur hér á landi til að kynna sér sameiningar sveitarfélaga. Honum til fulltingis var Róbert Ragnarsson, Suðurnesjamaður sem vinnur að sameiningarmálum fyrir Félagsmálaráðuneytið.
Tékkar eru einmitt að vinna í hagræðingu á sveitarstjórnarstigi, en þar í landi eru rúmlega 700 sveitarfélög á landsvæði sem er um fjórðungi minna en Ísland.
Eftir yfirreið um Suðvesturland leit hópurinn við í Bláa Lóninu, fór út á Reykjanes og lauk ferðinni í Saltfisksetrinu þar sem þau hittu Ólaf Örn Ólafsson, bæjarstjóra, og boðið var upp á kaffi og með því.
Tékkar eru einmitt að vinna í hagræðingu á sveitarstjórnarstigi, en þar í landi eru rúmlega 700 sveitarfélög á landsvæði sem er um fjórðungi minna en Ísland.
Eftir yfirreið um Suðvesturland leit hópurinn við í Bláa Lóninu, fór út á Reykjanes og lauk ferðinni í Saltfisksetrinu þar sem þau hittu Ólaf Örn Ólafsson, bæjarstjóra, og boðið var upp á kaffi og með því.