Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tékkar kynntu sér leikskólastarf í Reykjanesbæ
Gestirnir frá Tékklandi voru ánægðir með heimsóknina í Reykjanesbæ.
Föstudagur 12. júní 2015 kl. 09:17

Tékkar kynntu sér leikskólastarf í Reykjanesbæ

Í síðustu viku kom tíu manna hópur leikskólakennarar frá Tékklandi til að kynna sér það öfluga starf sem unnið er í leikskólum Reykjanesbæjar. Að sögn Ingibjargar Bryndísar Hilmarsdóttur leikskólafulltrúa hafa heimsóknir verið tíðar sl. tvö ár og þá sérstaklega til að kynna sér hvernig áhersluþáttum eins og læsi og stærðfræði er fléttað saman við námið. Flestar heimsóknir hafa verið frá höfuðborgarsvæðinu.

Leikskólakennararnir frá Tékklandi höfðu aðsetur í Reykjanesbæ og notuðu þeir tækifærið til þess að skoða sig um á Suðurnesjum í heimsókninni. Meginmarkmið hópsins var að kynna sér íslenskt leikskólastarf og dvaldi hópurinn í þeim tilgangi í þrjá daga í leikskólanum Hjallatúni, en þar er starfað eftir fjölgreindarkenningu Howards  Gardner. Einnig átti hópurinn fund með leikskólafulltrúa og sérkennsluráðgjafa leikskóla þar sem gestirnir  fengu innsýn og kynningu á leikskólastarfi í Reykjanesbæ og stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhugavert var að heyra hvað það var sem vakti athygli gestanna í íslenskum leikskóla og hvað það er sem greinir þá frá leikskólum í heimalandinu, segir í frétt á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024