Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tékkar framlengja um fjórar vikur
Þriðjudagur 9. desember 2014 kl. 08:44

Tékkar framlengja um fjórar vikur

Loftrýmisgæsla tékkneska flughersins á Íslandi hefur verið framlengd um fjórar vikur að beiðni yfirherstjórnar Atlantshafsbandalagsins í Evrópu. Ástæðan er aukið flug Rússa nærri lofthelgi aðildarríkja bandalagsins. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.

Flugherir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hafa sinnt flugrýmisgæslu við Ísland, þrisvar sinnum á ári, nokkrar vikur í senn. Þetta er samkvæmt samkomulagi sem íslensk stjórnvöld gerðu við bandalagið eftir að Bandaríkjamenn fluttu her sinn frá landinu.

„Hér hafa vinir okkar Tékkar verið í loftrýmisgæslu en yfirherstjórnin í Evrópu bað þá núna að framlengja veru sína hér á landi um fjórar vikur. Það er ekki út af neinu sérstöku atviki. Það er einfaldlega út af því að ástand mála hefur þróast í þessa átt á síðustu mánuðum,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, í samtali við RÚV.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024