Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekjur vegna álvers ekki í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar
Mánudagur 5. nóvember 2012 kl. 01:53

Tekjur vegna álvers ekki í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar

„Þessar upplýsingar byggjast ekki á því að þeir hafi haft samband við forsvarsmenn Century Aluminum eða Norðuráls,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ í samtali við Morgunblaðið, um nýja þjóðhagsspá Hagstofunnar þar sem ekki er gert ráð fyrir álveri í Helguvík fyrr en á árinu 2014.

Nú munu Íslenskir aðalverktakar [ÍAV] vinna að því að loka húsinu og lítur út fyrir að þeir láti af störfum í nóvember.

Stóð ekki til að gera meira í bili
„Aðalverktakarnir hafa verið með í að byggja upp stálgrindina og loka húsinu. Í sjálfu sér hefur ekki staðið til að halda lengra þegar því væri lokið. Það í sjálfu sér er engin ný frétt fyrir okkur,“ segir Árni.

Hann segist ganga út frá því sem forsvarsmenn Norðuráls segi þeim og að það hafi engar breytingar orðið á þeirri lýsingu. „Þeir telja að samningar um orku við HS-orku séu efnislega komnir en það sé verið að fara yfir tæknileg atriði sem þeir hafa nefnt og ég hef nú ekki heyrt annað en að báðir séu að segja það sama þó það sé einhver mismunandi orðanotkun í því þannig að ég tel engar yfirlýsingar hafa komið til okkar um neitt annað,“ segir Árni.

Nánar hér

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024