Tekjur af fasteignasköttum á hvern íbúa lægstar í Reykjanesbæ
 Samkvæmt nýlegum útreikningum ASÍ eru tekjur af fasteignasköttum á hvern íbúa lægstar í Reykjanesbæ. Samanburðurinn nær til 8 stærstu sveitarfélaganna og borin eru saman árin 2003-2006.
Samkvæmt nýlegum útreikningum ASÍ eru tekjur af fasteignasköttum á hvern íbúa lægstar í Reykjanesbæ. Samanburðurinn nær til 8 stærstu sveitarfélaganna og borin eru saman árin 2003-2006.
Það þýðir að íbúar í Reykjanesbæ greiða lægri fasteignaskatta í krónum talið en samanburðarsveitarfélögin þrátt fyrir mikla hækkun fasteignamats og fasteignagjalda á undanförnum 3 árum.
Samkvæmt tekjáætlunum sveitarfélaganna fyrir þetta ár munu íbúar í Reykjanesbæ áfram greiða lægstu krónutölu í fasteignasköttum, miðað við sveitarfélögin sem borin eru saman.
Verð á húsnæði í Reykjanesbæ er því enn mjög hagstætt.
Borin eru saman Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Akureyri, Reykjanesbær, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes.
Samkvæmt samantekt ASÍ hafa fasteignagjöld s.l. þrjú ár hækkað hlutfallslega mest í Reykjanesbæ á meðal samanburðarsveitarfélagana, þrátt fyrir það eru tekjur af fasteignasköttum þar enn lægstar á hvern íbúa.
Fasteignagjöld taka mið af fasteignamati, sem hefur hækkað gríðarlega á síðustu 3 árum eða um 68,4% í fjölbýli og 82,4% í sérbýli.
Fasteignaskattsprósenta á íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ var 0,36% fram að síðustu áramótum þegar hún var lækkuð í 0,30%.
Heimild: www.rnb.is


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				