Tekjuafgangur Grindavíkurhafnar lækkar
Samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun Grindavíkurhafnar hækka tekjurnar um 12.970 þúsund og útgjöld hækka um 13.435 þúsund og tekjuafgangur lækkar um 465 þúsund. Útgjöld vegna viðgerðar á óveðurstjóni er um 10 milljónir króna. Bæjarstjóri kynnti áætlunina og hafnarstjórn samþykkti hana eins og hún lá fyrir.