Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Tekist á um húsnæði fyrir félagsstarf aldraðra og öryrkja
    Frá Auðarstofu í Garði.
  • Tekist á um húsnæði fyrir félagsstarf aldraðra og öryrkja
Miðvikudagur 25. júní 2014 kl. 08:10

Tekist á um húsnæði fyrir félagsstarf aldraðra og öryrkja

Tekist var á um húsnæðismál fyrir félagsstarf aldraðra og öryrkja í Sveitarfélaginu Garði á fundi bæjarstjórnar Garðs í síðustu viku. Á fundinum var lagt til að bæjarstjórn staðfesti kauptilboð í eignirnar Heiðartún 2b og 2c. Fulltrúar N-lista lögðu hins vegar fram breytingatillögu þar sem lagt var til við nýkjörna bæjarstjórn að ósa eftir því við stjórn Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum að kanna alla möguleika á að sveitarfélagið fái aðstöðu á Garðvangi, þar sem félagsstarf hjúkrunarheimilisins var. Breytingatillagan var hins vegar felld.

Í bókun N-listans eru vinnubrögð meirihlutans gagnrýnd vegna kaupa á fasteignum við Heiðartún. Kauptilboðið í þessar fasteignir er 9 m.kr. hærri en matsverðið segir til um. „Það þykir N listanum fráleitt og bendir einnig á að aðrir kostir hafa ekki verið skoðaðir. N listinn lýsir furðu sinni á þeim hraða sem er á kaupunum og veltir fyrir sér hverju sæti. Því verður D listinn að svara með skýrum hætti. Hvað veldur því að fest eru kaup á eign og greitt fyrir hana mun hærra verð en eignin er metin á? Hvers vegna eru ekki aðrir kostir skoðaðir, s.s. leiga á Garðvangi?,“ segir m.a. í bókun N-listans.

Þá segir: „Líta verður til þess að fasteignir almennt í sveitarfélaginu hafa lækkað töluvert undanfarin misseri og hafa verið að seljast á undirverði. N-listinn er ekki á móti framtíðarhúsnæði fyrir Auðarstofu, heldur gagnrýnir hátt verð og að aðrir kostir hafi ekki verið skoðaðir fyrir starfsemina. Engin fagleg þarfagreining hefur farið fram. Því er eðlilegt að gera kröfu um að hún fari fram og allur kostnaður komi í ljós. Annað er óeðlilegt þegar á að fjárfesta fyrir tugi milljóna“.

Fulltrúar D lista telja að um mikið samráð hafi verið að ræða í vinnslu málsins, þar sem það hefur verið til umfjöllunar í bæjarráði og bæjarstjórn frá því í febrúar sl. „Á fundi bæjarráðs þann 13. febrúar var samþykkt samhljóða að núverandi húsaleigusamningi væri sagt upp. Bæjarstjóra var falið að vinna að lausn á húsnæðismálum og leggja tillögu fyrir bæjarráð. Á fundi bæjarráðs 27. mars voru lagðar fram tillögur og samþykkti bæjarráð samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram út frá lausninni í Heiðartúni. Fundargerð þessi var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar 9. apríl 2014. í framhaldi af því vann bæjarstjóri að samningum við eigendur eignanna. Verðmat fasteignasala var nokkuð lægra en verðhugmyndir eigenda, en auk þess leitaði bæjarstjóri ráðgefandi álits hjá fasteignasala. Bæjarstjóri gerði kauptilboð í eignirnar 14. maí 2014 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Eigendur samþykktu kauptilboðin.

Þegar farið er í samningaviðræður um kaup og sölu eigna er eðlilegt að verðmat og hugmyndir eigenda séu ekki alltaf þær sömu, því þarf að leita samkomulags, sem bæjarstjóri gerði.

Þá er breytingatillaga N listans um að kanna möguleika á Garðvangi að koma ansi seint fram í ferlinu og hefði átt að gerast þegar lausninar voru kynntar af bæjarstjóra á bæjarráðsfundi 27. mars 2014. En þá var húsnæði á Garðvangi ekki talinn kostur þar sem samhljóma álit bæjarfulltrúa var að þar verði rekið 15-20 rýma hjúkrúnarheimili í framtíðinni. Þess vegna er nýting á húsnæði Garðvangs skammtímalausn um ótiltekinn tíma.

D-listinn telur að þessi lausn á húsnæðismálum félagsstarfs aldraðra og öryrkja í Garði sé sú besta, bæði varðandi aðstöðu og staðsetningu, en húsnæðið er um 160 m2 stærra en það húsnæði sem starfsemin hefur haft til afnota. Jafnframt benda bæjarfulltrúar D-lista á að faglega hafi verið unnið að framgangi málsins og að samráð hafi verið haft við stjórnendur félagsstarfsins,“ segir í bókun D-listans.

N-listinn bókaði aftur: „Á fundi bæjarráðs þann 27. mars sl. voru kynntir þrír kostir vegna húsnæðis fyrir eldri borgara og tillaga N listans því algerlega ótímabær þar sem ekki var búið að skoða þessa þrjá kosti en engar lausnir voru kynntar af bæjarstjóra eins og D listi og óháðir halda fram“.

D-listinn svaraði með eftirfarandi bókun: „Bæjarfulltrúar D-lista benda á að bókun N-lista um málið er röng, þar sem á fundi bæjarráðs 27. mars lagði bæjarstjóri fram minnisblað með þremur kostum að lausn málsins. Ekki var gerð tillaga um að skoða frekar þann kost að nýta húsnæðið í norður enda Sunnubraut 4, efri hæð. Jafnframt var talið að nýting á húsnæði Garðvangs væri skammtímalausn. Eftir stóð einn kostur í minnisblaðinu, sem var að vinna að kaupum á húsnæðinu í Heiðartúni fyrir starfsemina. Bæjarstjóra var falið að vinna málið áfram, þetta var samþykkt samhljóða“.

„D-listi og óháðir fara ekki rétt með að aðeins einn kostur hafi verið samþykktur til áframhaldandi vinnslu. Fram kom í minnisblaði bæjarstjóra möguleiki að semja um afnot af húsnæði Garðvangs sem skammtímalausn um ótiltekinn tíma,“ segir í síðustu bókun N-listans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024