Tekinn við þjófnað í verslun
Tilraun var gerð í gær til að hnupla vörum að andvirði á áttunda þúsund krónur úr verslun í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Viðkomandi var á leiðinni með varninginn í tösku út úr versluninni þegar starfsfólk skarst í leikinn. Lögregla var kvödd á vettvang og játaði viðkomandi þjófnaðinn á vörunum sem skilað var aftur í verslunina.