Tekinn undir áhrifum
Einn ökumaður var stöðvaður á Grindavíkurvegi í gærkvöldi þar sem hann mældist á 139 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Hann er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn.
Bíður hans væn fjársekt og ökuleyfissvipting í a.m.k. þrjá mánuði.
Nóttin var annars tíðindalaus hjá lögreglunni á Suðurnesjum.