Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn réttindalaus á of miklum hraða
Þriðjudagur 9. október 2007 kl. 09:20

Tekinn réttindalaus á of miklum hraða

Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt. Sá sem hraðar ók var tekinn á 118 km hraða þar sem löglegur hámarkshraði er 90 km/klst. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að viðkomandi hafði aldrei öðlast ökuréttindi, en hefur engu að síður verið margoft tekinn undir stýri.

Þá voru átta bifreiðareigendur boðaðir með ökutæki sín til skoðunar vegna vanrækslu á aðal- eða endurskoðun.

 

VF-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024